12 áhugaverðar staðreyndir um Costco

Í tilefni þess að Ísland bættist nýverið í hóp þeirra landa, þar sem Costco er starfrækt, tók ég saman nokkrar staðreyndir um þetta merkilega fyrirtæki.

  1. Costco er næst stærsta verslunarkeðja heims á eftir Walmart
  2. Þegar kemur að lífrænum matvælum og grilluðum kjúklingi, þá er Costco stærst á heimsvísu
  3. Costco er líka stærsti vínsali heims, þótt við getum aðeins notið þess með óbeinum hætti hér á landi
  4. Líkt og IKEA hér þá er Costco þekkt fyrir gott pylsutilboð
  5. Costco er líka einn af stærstu pizzusölum Bandaríkjanna
  6. Fyrsta verslunin var opnuð í Seattle árið 1983 og höfuðstöðvarnar eru í Washington fylki
  7. Aðild að Costco veitir aðgang að 729 verslunum í tíu löndum og í næsta mánuði bætist Frakkland á listann
  8. Costco leggur áherslu á vandaða vöru í bland við vöru sem seld er í stórum einingum á hagstæðu verði
  9. Ársvelta Costco nemur tæpum 12 þúsund milljörðum króna
  10. Það er tæp áttföld þjóðarframleiðsla Íslendinga
  11. Costco er almenningshlutafélag, skráð hjá NASDAQ í Bandaríkjunum
  12. Með afléttingu gjaldeyrishaftanna geta Íslendingar nú eignast hlut í félaginu líka (Hagar athugið! :))

Til að forðast misskilning þá tek ég fram að ég hef engin sérstök tengsl við Costco önnur en þau að vera nýlegur meðlimur, þótt ég hafi reyndar ekki treyst mér til að kaupa neitt ennþá. 🙂

Costco verslunarferð