Skilmálar í þessum „lagalega fyrirvara“ gilda um notkun á þessu vefsvæði. Ef þú samþykkir ekki skilmálana eða samþykkir þá ekki að fullu, vinsamlegast notaðu þá ekki vefsvæðið. Með notkun þinni á vefsvæðinu samþykkir þú skilmálana og notkun á vefkökum.

Efnið (myndir og texti) sem gefið er út á þessu vefsvæði er höfundarréttarvarið og í eigu Ragnars Bjarts Guðmundssonar, nema annað sé tekið fram. Allur réttur áskilinn. Ekki má afrita, endurútgefa, birta opinberlega, útvarpa, hlaða upp, senda, dreifa, breyta eða eiga við nokkurn hluta þessa vefsvæðis á nokkurn hátt nema að gefnu skriflegu leyfi og þá aðeins með þeim hætti að uppruna og höfundarréttar sé getið.

Til að vefsvæðið virki á sem bestan hátt notast það við svokallaðar vefkökur. Flest stærri vefsvæði eða netþjónustur gera það sama. Kökum er meðal annars ætlað að hjálpa vefsvæðinu að muna eftir stillingum þínum (leturstærð, tungumáli og öðrum kjörstillingum sem þú kannt að nota þegar þú skoðar vefsvæðið). Kökurnar eru ekki notaðar til að auðkenna þig persónulega. Þú getur stjórnað kökum og/eða eytt kökum að vild. Upplýsingar um það má finna á AboutCookies.org.

Enn fremur notar þetta svæði Google Analytics, sem er vefgreiningarþjónusta sem veitt er af Google, Inc. („Google“). Google Analytics notar „kökur“, sem eru textaskrár sem komið er fyrir á tölvunni þinni til að auðvelda vefsvæðinu að greina hvernig notendur nota vefsvæðið. Upplýsingar sem myndaðar eru með kökum um notkun þína á svæðinu (þ.m.t. IP-tölu) verða sendar til Google, sem geymir þær á netþjónum í Bandaríkjunum. Google mun nota þessar upplýsingar til að meta notkun þína á vefsvæðinu, taka saman skýrslur um virkni á svæðinu fyrir stjórnendur þess og veita aðra þjónustu sem tengist virkni á svæðinu og netnotkun. Google kann einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess eða þegar slíkir þriðju aðilar vinna úr upplýsingunum fyrir hönd Google. Google mun ekki tengja IP-töluna þína við önnur gögn sem Google hefur í fórum sínum. Þú getur hafnað notkun á kökum með því að velja viðeigandi stillingar í vafranum en hafðu í huga að ef þú gerir það getur verið að þú getir ekki nýtt þér fulla virkni þessa vefsvæðis. Með notkun þinni á þessu vefsvæði samþykkir þú úrvinnslu gagna um þig af hálfu Google á þann hátt og í þeim tilgangi sem lýst er hér að ofan.

Persónuvernd þeirra sem heimsækja vefsvæðið er virt. Upplýsingum sem kunna að auðkenna þá sem heimsækja vefsvæðið er aðeins safnað þegar gestir samþykkja það með fúsum og frjálsum vilja. Athugaðu að upplýsingar sem þú veitir þessu vefsvæði kunna að vera notaðar til að gera markaðssetningu vefsins markvissari.