Viðtal við mig á Rás 1 um COVID-19
Hér má finna tengla í viðtal sem Bogi Ágústsson fréttamaður tók við mig fyrir útvarpsþáttinn Heimskviður og var á dagskrá Rásar 1 laugardaginn 30. janúar. Í viðtalinu ræddum við heimsfaraldurinn …
Hér má finna tengla í viðtal sem Bogi Ágústsson fréttamaður tók við mig fyrir útvarpsþáttinn Heimskviður og var á dagskrá Rásar 1 laugardaginn 30. janúar. Í viðtalinu ræddum við heimsfaraldurinn …
Ef einhver þjóð á tilkall til að teljast forystuþjóð Norðurlanda, þá eru það Svíar. Þeir eru fjölmennastir, eða rúmar 10 milljónir, á meðan danska, norska og finnska þjóðin telja á sjöttu milljón hver. Íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar reka svo lestina, en þeir eru um hálf milljón samanlagt. Svíþjóð er með öðrum orðum eina norræna ríkið sem er mögulega hægt að skilgreina sem millistórt út frá fólksfjölda á meðan hin myndu öll teljast til smáríkja.
Leiðarvísir fyrir túlkun á tölum í kringum COVID-19 faraldurinn.
Þegar þetta er ritað hafa tæplega 11.000 smit verið staðfest á Norðurlöndum og tæplega 1.000 bætast við á sólarhing. Þetta eru þó mun færri smit á hverja 100.000 íbúa en hafa greinst á Ítalíu og Spáni.
Líkt og flestir aðrir fylgist ég grannt með útbreiðslu SARS-CoV-2 veirunnar sem hefur haldið heiminum í heljargreipum síðustu vikur og ekkert lát virðist á. Þar sem búast má við að einhverjir séu að spyrja sig sömu spurninga, þá hef ég tekið saman ýmsan fróðleik sem ég vona að koma einhverjum að gagni.